25.9.2009 | 16:35
Bendla mig ekki lengur við Morgunblaðið
Velti því upp í síðustu færslu minni hvort Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson myndu eiga fleira sameiginlegt en að vera fylgjandi aðildarumsókn að ESB. Það hefur nú orðið raunin að þeim hefur báðum verið rutt úr vegi fyrir Davíð Oddsson.
Blessuð sé minning Moggans, ég læt a.m.k. ekki bendla mig við hann lengur á nokkurn hátt og hætti því öllum skrifum á "Moggabloggið" hér með.
Ps. Verst að hafa ekki getað sagt blaðinu sjálfu upp, en fyrir allnokkru síðan hafði ég fengið mig full-saddann af því hrokapári sem þar var á prenti!
22.9.2009 | 22:36
Vinstri, hægri, snú
Var bent á það af góðum félaga að honum þótti vera talsverð vinstri slagsíða á mörgum af færslum mínum hér á "Vaðlinum", og þótti honum það miður held ég! Fyrir mér er vinsti-hægri skilgreining á samfélagslegum grunngildum einstaklinga löngu dauður mælikvarði en vil nota tækifærið og taka hér með undir hugmyndir sjálfstæðismanna um viðbrögð við fjárþörf ríkisins, þ.e.a.s. að skattleggja lífeyrissparnað þegar hann er greiddur frá launagreiðanda. Sagt er að það gæti gefið allt að 40 milljarða á ári, en hefði ekki mikil áhrif á útgreiðsluþol sjóðanna. Þá get ég vel tekið undir að í þessu árferði þá verði að skoða útgjaldaliði eins og feðraorlof (sem hvort eð er er misnoðað eins og margt annað hjá þessari agalausu þjóð!).
Því verður reyndar ekki neitað að allnokkrar færslur mínar hafa hvatt til aðildarumsóknar að ESB. Hvort það flokkist til vinstri eða hægri á áðurnefndum skoðannakvarða skal ég ekki segja til um. Margir sjálfstæðismenn eru augljóslega alfarið á móti því en deila þeirri sanfæringu sinni með þeim flokki fólks sem þeir sjálfir kalla gjarnan íslenska sósíalista! Ég kýs aftur á móti að bendla mig við afstöðu (hægri?)manna eins og Ólafs Stephensen og Þorsteins Pálssonar. Spurningin er hvort þeir eigi það annað sameiginlegt að hafa verið flæmdir úr stöðum sínum beint eða óbeint af sama einstaklingnum, það kemur í ljós.
16.9.2009 | 15:37
Norski olíusjóðurinn kaupi krónu/jöklabréf
Lykillinn að þessu viðskiptamódeli væri að norðmenn hefðu trú á að íslenska hagkerfið næði aftur góðum styrk eftir ákveðinn tíma og þannig myndi ávöxtun þessara bréfa (fjárfestinga) vera vel viðunnandi til lengri tíma litið. Þannig væru norðmenn í raun verið að veðja á endurreisn íslenska hagkerfisins og báðir hagnast! Ég er reyndar nokkuð viss um að þesskonar samkomulag eitt og sér myndi skapa svo mikið traust í sjálfu sér að þrýstingurinn og flóttinn frá þessu bréfum myndi snar minnka og það kæmi e.t.v. ekki til svo mikilla fjárfestinga þegar öllu væri á botninn hvolft!
Vonandi verður þetta, eða hefur nú þegar verið kannað.
31.8.2009 | 13:45
"Af hverju fórum við bara ekki dómstólaleiðina"?
Við samlandar og eftir atvikum pólitískir andstæðingar getum hreitt óhróðri okkar á milli um ICESAVE en það kemur bara til með að skaða okkur sjálf og skilja eftir misdjúp ör á sálinni. Sá hluti umheimsins sem nokkurn hlut á að máli er algjörlega sammála um að íslenska ríkinu beri að geiða þessa tilteknu upphæð af innistæðum í þessu útibúi Landsbankanns í Bretlandi. T.d. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ásamt þeim löndum sem buðust til að lána okkur gjaldeyrir settu það sem skilyrði að við borguðum og ætli það sé ekki nægilega mikil andstaða fyrir okkur í bili a.m.k.
Fólk hlýtur að skilja að við áttum enga aðra samningsleið, eða hver var hún þá? "Að fara með fyrir dómsstóla" var einfaldlega ekki í boði, þ.e.a.s. ef Ísland ætlaði að þiggja aðstoð frá þessum aðilum. Þess vegna er það svo ótrúlega "naivt" að vera svona hissa á þessari niðurstöðu eins og sumir virðast vera. Hins vegar gerðu sjálfstæðismenn sér sennilega alltaf grein fyrir þessari stöðu mála og greiddu því EKKI ATHVÆÐI Á MÓTI ríkisábyrgðinni!
Hitt eigum við svo e.t.v. eftir að dýla við, en það er sú mismunun á grundvelli þjóðernis sem neyðarlög ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fólu í sér. Ef það fer fyrir dómsstóla er eins víst að við eigum líka að borga erlendum opinberum aðilum (sem ekki eru að fá uppgert núna) vegna þess að neyðarlögin fólu í sér að tryggja einungis íslenska fjármagnseigendur í íslenskum bönkum en ekki innistæður í útibúum bankanna í útlöndum.
Svo er full ástæða til að hnykkja á því að aðildin að evrópska efnahagssvæðinu og því sem því fylgdi var samþykkt og innleidd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í sinni tíð.
17.8.2009 | 15:42
Hvað gengur mönnum eiginlega til?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2009 | 15:53
"við borgum ekki skuldir...."
12.8.2009 | 09:20
"Borgum ekki skuldir sem við stofnuðum ekki til"
21.7.2009 | 15:41
Upp úr skotgröfunum með ykkur!
Af fréttum og öðrum umfjöllunum má merkja ýmis jákvæð teikn. Þá er ég ekki að tala um meint áhrif af t.d. ESB aðildarumsókn eða samningum um bankana heldur að menn séu aðeins að koma upp úr pólitískum skotgröfum. Sigmundur Davíð og Pétur Blöndal lýsa yfir ánægju með samkomulag um bankana og (benda reyndar báðir á að þetta sé gert samkvæmt hugmyndum sinna flokka). Skiptir ekki máli, þessháttar samstaða er eitt það mikilvægasta sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir og ætti að vera keppikefli allra alþingismanna.
Þá er ég líka jákvæður fyrir hugmyndum sem jafn ósamstíga menn eins og Jón Ólafsson "vatnskóngur" og Davíð Oddson ("kóngur") hafa bryddað upp á um "þjóðstjórn". Þær ákvarðanir sem nú þarf að taka, þá sérstaklega um "ICESAVE", eru svo stórar og geta verið svo afdrifaríkar að þar eru í raun ekki leggjandi á hvorki nokkra ríkisstjórn, hvað þá einstaka samningamenn eða einstaklinga. Um þetta verður að vera breið samstaða eða einhverkonar þjóðarsátt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 09:58
Sumir fá aldrei nóg
Enn er fólk víst að skora á Davíð Oddson að koma aftur í stjórnmálin. Það gerir e.t.v. ráð fyrir að hann öðlist um leið meirihlutavald á alþingi og allt verði betra - jafnvel bara eins og það var?
Þurfum við ekki einmitt á honum að halda núna? Þó ekki væri nema til að stjórna einkavæðinu bankana fljótlega aftur? Já, og svo náttúrulega að hafa stjórn á efnahagsmálum ríkisins svo ekki fari nú illa fyrir okkur! Svo er líka ekki vanþörf á fá hann að hreinsa til eftir þetta "lið" sem hefur stýrt hérna síðast liðin 10-15 ár með alþekktum afleiðingum!
20.7.2009 | 09:48
Þátttakendur og leikendur
Hef verið verið að velta fyrir mér stöðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins á alþingi, hafandi skoðanir á orsökum bankahrunsins og efnahagskollsteypunnar og verandi gift manni sem var einn af mikilvægum og virkum þáttakendum í þessu dæmalausa bankasukki sem viðgengs hér á landi.
Allavega: Þeim sem finnst eðlilegt að hún sitji þarna óáreitt ættu a.m.k. ekki að fárast yfir öðrum bankastjórnendum og "útrásarvíkingum" á meðan!