Vænsti kosturinn

Það er vægast sagt mjög ósanngjarnt fyrir þá sem aðhyllast þá skoðun að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, að vera sífellt gefin upp sú skoðun að það sé "lausn allra mála" og "þá verði öll vandamál úr sögunni". Engan hef ég heyrt halda því fram, en margir eru hins vegar á þeirri skoðun að það sé "vænsti" kosturinn. Hugsanlega mætti nota orðið "skársti" svo allir skildu!


Í einfeldni - og þó

Nú ættu "aðilar vinnumarkaðarins" að nota tækifærið og skipta þeirri vinnu sem er að hafa í landinu milli þegna þess. Hvers vegna ekki að nota tækifærið og stytta vinnuvikuna þannig að hinum almenna vinnudegi lyki t.d. um þrjú leytið á daginn? Þannig yrði meiri tími fyrir allt hitt sem setið hefur á hakanum, börnin, afa og ömmu, áhugamálin, félagslífið..... Sannkallað "draumaland" með breyttum lífstíl!

"Þjóðaríþróttin"

Því hefur stundum verið haldið fram að það sé "þjóðaríþrótt" íslendinga að fara á svig við lög og reglur. Það virðist a.m.k. ekki vera nein leið til að láta menn fara eftir þeim reglum sem gilda um skil á gjaldeyri til landsins.

Aumkunarvert

Já, í raun fannst mér það aumkunarvert af sjálfstæðismönnum að láta fyrrum formann sinn einan taka á sig alla ábyrgð af móttöku himinhárra "styrkja" til flokksins, og það nánast á sjúkrabeði. Reyndar var framkvæmdastjórinn, sem á umræddum tíma var nýkominn til starfa, líka látinn segja af sér, en eins og gjarnan er sagt: "come on", flokksforustan hlýtur bara að hafa verið betur meðvituð um svo stór mál innan síns félags, þ.m.t. núverandi varaformaður, eða fylgdist fólk bara ekkert með þegar að tugmilljónir streyma í kassann á örfáum dögum?

Um ábyrgð

Stjórnendur bankanna báru vissulega ábyrgð á HRUNI BANKANNA, en það hljóta að hafa verið íslensk stjórnvöld sem báru ábyrgð á EFNAHAGSHRUNINU sem fyldi í kjölfarið. Þetta tvennt er í mínum huga alveg aðskilið, en þvældist ótrúlega fyrir mörgum, og gerir jafnvel enn.

Mitt fyrsta blogg

Sælir lesendur!

Til að byrja með hef ég sett mér það markmið að vera stuttorður og meitla hugmyndir mínar og skoðanir í örfáar línur í hverju tilviki, við sjáum svo til hvað úr þessu verður hjá manni....


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband