16.4.2009 | 14:22
Í einfeldni - og þó
Nú ættu "aðilar vinnumarkaðarins" að nota tækifærið og skipta þeirri vinnu sem er að hafa í landinu milli þegna þess. Hvers vegna ekki að nota tækifærið og stytta vinnuvikuna þannig að hinum almenna vinnudegi lyki t.d. um þrjú leytið á daginn? Þannig yrði meiri tími fyrir allt hitt sem setið hefur á hakanum, börnin, afa og ömmu, áhugamálin, félagslífið..... Sannkallað "draumaland" með breyttum lífstíl!
Athugasemdir
Sammála! Nú er lag
Heimir Eyvindarson, 22.4.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.