4.5.2009 | 13:20
Einum of "faglegur" viðskiptaráðherra
Auðvitað er það ekki góð hugmynd í eðli sínu að hætta að borga af lánum sínum ef maður mögulega getur borgað, þá bætast við innheimtuaðgerðir og kostnaður þar ofan á og allskyns vesen! Öfugt við það sem Gylfi Magnússon viðskiptamálaráðherra virtist halda þá vita þetta reynda líka þeir sem hafa verið að viðra þessar hugmyndir. En það sem hann virðist ekki skilja er að hér er verið að tala um hugmynd að tiltekinni aðgerð til að mótmæla því sem mörgum finnst vera hróplegt óréttlæti í málefnum skuldara þessa lands, þ.e.a.s. því að tilteknum hópi þessa lands (skuldurum) skuli vera ætlað að bera hitann og þungan af þessu efnahagshruni sem stjórnvöld bera ábyrgð á, sem varð í kjölfar bankahrunsins. Í þessu máli er Gylfi einum of "faglegur" sem ráðherra og talar í raun niður til fólks!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.