20.7.2009 | 09:28
Sér íslenskt!
Get ekki skilið hvað gert er mikið veður út af þessari aðildarumsókn. Að mínu mati var þetta ekkert stórmál og engin tímamótaviðburður. Hins vegar er ég spenntur fyrir niðurstöðum samninganna og þjóðaratkvæðagreiðslunni um samninginn, þá getum við farið að tala saman - það er það sem skiptir máli, ekki þessi umsókn.
Svo finnst mér Bjarni Harðar, sá skemmtilegi og viðræðugóði maður alveg vera að missa sig í umræðunni. Talandi um landráð og fullveldisafsal og þaðan af verra. Heyrði svo Pétur Blöndal, (sem einnig getur verið skemmtilegur og viðræðugóður!) tala um að Danmörk væri ekki fullvalda ríki lengur! Hvernig geta menn bara yfir höfuð leyft sér að hreyta svona í kringum sig?
Svona öfgafullir evrópuandstæðingar eins og Bjarni Harðar og Pétur Blöndal eru með ummælum sínum í raun að dæma meirihluta kjósenda og fulltrúa þeirra um gjörvalla evrópu sem landráðafólk sem búið er að afsala sér fullveldinu. Er ekki komið nóg af þessu sér-íslenska yfirgangi og hroka, ég bara spyr?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.