Upp úr skotgröfunum með ykkur!

Af fréttum og öðrum umfjöllunum má merkja ýmis jákvæð teikn. Þá er ég ekki að tala um meint áhrif af t.d. ESB aðildarumsókn eða samningum um bankana heldur að menn séu aðeins að koma upp úr pólitískum skotgröfum. Sigmundur Davíð og Pétur Blöndal lýsa yfir ánægju með samkomulag um bankana og (benda reyndar báðir á að þetta sé gert samkvæmt hugmyndum sinna flokka). Skiptir ekki máli, þessháttar samstaða er eitt það mikilvægasta sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir og ætti að vera keppikefli allra alþingismanna.

Þá er ég líka jákvæður fyrir hugmyndum sem jafn ósamstíga menn eins og Jón Ólafsson "vatnskóngur" og Davíð Oddson ("kóngur") hafa bryddað upp á um "þjóðstjórn". Þær ákvarðanir sem nú þarf að taka, þá sérstaklega um "ICESAVE", eru svo stórar og geta verið svo afdrifaríkar að þar eru í raun ekki leggjandi á hvorki nokkra ríkisstjórn, hvað þá einstaka samningamenn eða einstaklinga. Um þetta verður að vera breið samstaða eða einhverkonar þjóðarsátt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband