"Af hverju fórum við bara ekki dómstólaleiðina"?

Við samlandar og eftir atvikum pólitískir andstæðingar getum hreitt óhróðri okkar á milli um ICESAVE en það kemur bara til með að skaða okkur sjálf og skilja eftir misdjúp ör á sálinni. Sá hluti umheimsins sem nokkurn hlut á að máli er algjörlega sammála um að íslenska ríkinu beri að geiða þessa tilteknu upphæð af innistæðum í þessu útibúi Landsbankanns í Bretlandi. T.d. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ásamt þeim löndum sem buðust til að lána okkur gjaldeyrir settu það sem skilyrði að við borguðum og ætli það sé ekki nægilega mikil andstaða fyrir okkur í bili a.m.k. 

Fólk hlýtur að skilja að við áttum enga aðra samningsleið, eða hver var hún þá? "Að fara með fyrir dómsstóla" var einfaldlega ekki í boði, þ.e.a.s. ef Ísland ætlaði að þiggja aðstoð frá þessum aðilum. Þess vegna er það svo ótrúlega "naivt" að vera svona hissa á þessari niðurstöðu eins og sumir virðast vera. Hins vegar gerðu sjálfstæðismenn sér sennilega alltaf grein fyrir þessari stöðu mála og greiddu því EKKI ATHVÆÐI Á MÓTI ríkisábyrgðinni! 

Hitt eigum við svo e.t.v. eftir að dýla við, en það er sú mismunun á grundvelli þjóðernis sem neyðarlög ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fólu í sér. Ef það fer fyrir dómsstóla er eins víst að við eigum líka að borga erlendum opinberum aðilum (sem ekki eru að fá uppgert núna) vegna þess að neyðarlögin fólu í sér að tryggja einungis íslenska fjármagnseigendur í íslenskum bönkum en ekki innistæður í útibúum bankanna í útlöndum.  

Svo er full ástæða til að hnykkja á því að aðildin að evrópska efnahagssvæðinu og því sem því fylgdi var samþykkt og innleidd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í sinni tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

1) Ekki var um að ræða mismunun á grundvelli þjóðernis heldur landafræði.

2) Icesave-nauðungarsamningarnir veita enga vörn gegn málsóknum vegna neyðarlaganna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.8.2009 kl. 14:29

2 identicon

Það hefur engum dottið í hug að Icesave samkomulagið verji okkur fyrir málsóknum vegna neyðarlaganna.  Icesave samningurinn er samkomulag við fórnarlömb einkavina og flokksgæðinga sjálfstæðis og framsóknarmanna sem íslenska þjóðin hefur því miður kosið yfir sig undanfarna áratugi.  Eina vörn okkar í framtíðinni er svo að við framvegis berum gæfu til að velja heiðarlega og duglega embættis og alþingismenn sem vinna vinnuna sína.  Rétt að árétta það að drykkjuskapur á alþingi er ekki að mínu skapi en enn verra þykir mér þó golfmót og kvöldverður í boði banka (eða annarra).

Bryndís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband