Það er mín trú að ef einhverstaðar í heiminum við eigum okkur vinveitta þjóð sem ber hag okkar fyrir brjósti (fyrir utan e.t.v. Færeyinga) þá sé það norska þjóðin! Í þeirri sannfæringu minni hefur verið að gerjast hjá mér hugmynd til lausnar gjaldeyris- og gengisvanda Íslands og þeim þrýstingi sem er frá hinum margumræddu krónubréfum, verði gjaldeyrishöftum afleitt. Vegna sérstakra aðstæðna á íslandi (háir vextir, vísitölutrygging) hafa íslenskir fjármagnseigendur oftast ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að peningar haldi ekki verðgildi sínu. Hins vegar er því öðruvísi farið víðas hvar annarstaðar. Þannig er það viðvarandi verkefni fjármagnseigenda í heiminum að viðhalda verðgildi peningana það held ég að eigi einnig við um norska olíusjóðinn. Þar er það verkefni frá degi til dags að fjárfesta úti um allan heim, í þeirri viðleitni að halda verðgildi sjóðsins uppi og e.t.v. auka hann. Í þessu ljósi hef ég velt fyrir mér hugmynd sem í stórum dráttum er eftirfarandi: Að það verði, annaðhvort á pólitískum vettvangi, en vonandi á hreinum viðskiptalegum grunni, samið við norska olíusjóðinn um, að við hugsanlegan gjaldeyrisflótta frá Íslandi vegna innlausna á krónubréfum þegar gjaldeyrishöftum væri aflétt, myndi sjóðurinn jafn óðum fjárfesta í samskonar bréfum til baka skv. tilteknum skilmálum. Lykillinn að þessu viðskiptamódeli væri að norðmenn hefðu trú á að íslenska hagkerfið næði aftur góðum styrk eftir ákveðinn tíma og þannig myndi ávöxtun þessara bréfa (fjárfestinga) vera vel viðunnandi til lengri tíma litið. Þannig væru norðmenn í raun verið að veðja á endurreisn íslenska hagkerfisins og báðir hagnast! Ég er reyndar nokkuð viss um að þesskonar samkomulag eitt og sér myndi skapa svo mikið traust í sjálfu sér að þrýstingurinn og flóttinn frá þessu bréfum myndi snar minnka og það kæmi e.t.v. ekki til svo mikilla fjárfestinga þegar öllu væri á botninn hvolft!
Vonandi verður þetta, eða hefur nú þegar verið kannað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.