Hvað gengur mönnum eiginlega til?

Nú hafa menn náð niðurstöðu um "fyrirvara" við skuldbindingar ríkisins vegna Icesave, allavega í fjárlaganefnd. Hvað í ósköpunum gengur mönnum þá til sem hamra á því núna að þessir fyrirvarar séu þess eðlis að við séum í raun að fella samninginn eða "koma með gagntilboð"? Vilja þeir Bjarni Benidiksson og Sigurður Líndal, sem m.a. hafa lýst þessum skoðunum sýnum, að AGS, Bretar, Hollendingar og aðrar þjóðir sem bíða með að lána okkur alvöru peninga, meti þessa fyrirvara þannig? Þessir upplýstu menn hljóta að gera sér grein fyrir alvarleika þess að ef sú verði raunin. Fyrir alla muni segið helst ekki meir um þetta! Leyfið þessum aðilum að leggja sitt mat á þetta í friði. Við hin getum bara vonað að við séum að ná að slökkva þessa elda sem á milli okkar loga, þó ekki séu aðrir að kasta olíu á sama tíma!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spyr eins og þú. Hvað er eiginlega að þessu fólki sem lætur svona?

Ína (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband