Aumkunarvert

Já, í raun fannst mér það aumkunarvert af sjálfstæðismönnum að láta fyrrum formann sinn einan taka á sig alla ábyrgð af móttöku himinhárra "styrkja" til flokksins, og það nánast á sjúkrabeði. Reyndar var framkvæmdastjórinn, sem á umræddum tíma var nýkominn til starfa, líka látinn segja af sér, en eins og gjarnan er sagt: "come on", flokksforustan hlýtur bara að hafa verið betur meðvituð um svo stór mál innan síns félags, þ.m.t. núverandi varaformaður, eða fylgdist fólk bara ekkert með þegar að tugmilljónir streyma í kassann á örfáum dögum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband